Fjölmiðlamiðlamaðurinn Snorri Másson gerir bókaútgáfu Þorsteins Einarssonar að umtalsefni í nýjum þætti fjölmiðlamannsins. Þar segir bendir Snorri á þá staðreynd að Þorsteinn hafi beðið fylgjendur sína, sem eru tæplega 22 þúsund, að senda tilteknum starfsmanni Bónuss tölvupóst og krefja starfsmanninn um að leyfa sölu á bók Þorsteins í Bónus. Fyrirtækið hafði þá ákveðið að selja bókina ekki í búðum sínum. Bók Þorsteins heitir Þriðja Vaktin og er „jafnréttishandbók heimilisins“ en bókina skrifar Þorsteinn með Huldu Tölgyes, eiginkonu sinni.
„Enginn óeðlilegur þrýstingur hér að siga 22 þúsund fylgjenda sinna beint á netfangið hjá Ester. Engin áreitni í því. Nei, bara forvitni,“ sagði Snorri á kaldhæðinn máta.
Hægt er að sjá brot úr þættinum hér fyrir neðan
Ester í bókhaldsdeildinni í Bónus lenti í sinni fyrstu og síðustu slaufun á samfélagsmiðlum í vikunni. pic.twitter.com/iIhaXExspm
— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) December 15, 2023