Lesendur Mannlífs vilja að Ísland sniðgangi Eurovision í ár.
Mannlíf spurði lesendur sína á dögunum eftirfarandi spurningar: Finnst þér að Ísland eigi að taka þátt í Eurovision ef Ísrael er meðal þátttakanda?
Skoðanakönnunin leiddi í ljós afdráttarlausa afstöðu þátttakenda um að Ísland eigi ekki að taka þátt í Eurovision-söngvakeppninni ef Ísrael tekur einnig þátt.
Alls vilja 69,18 prósent lesenda að Ísland dragi sig úr keppni á næsta ári, verði Ísrael í Eurovision. Nei sögðu 29,18 prósent en aðeins 1,64 prósent sagðist ekki vera viss.