Utanríkisráðherra Íslands hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna vegna ferðabanns sem Donald Trump bandaríkjaforseti kynnti í gær.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra krefst þess að bandarísk stjórnvöld hætti við ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna sem á að taka gildi á miðnætti á föstudaginn. Guðlaugur eftir óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þessu er greint frá á vef RÚV.
Þar er haft eftir Guðlaugi að nú séu Íslensk stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna úr stöðunni sem nú er komin upp. Hann undrar sig á að ferðabannið sé sett á án nokkurs samráðs við þær þjóðir sem bannið nær til. Hann segir að bannið hafi komið sér í opna skjöldu.