- Auglýsing -
Einar Þorsteinsson, verðandi borgarstjóri í Reykjavík, sagði sig úr Þjóðkirkjunni á sínum tíma vegna framgöngu Agnesar M. Sigurðardóttur biskups og annarra ráðamanna innan kirkjunnar sem hann taldi óboðlega. Fjölmargir aðrir hafa farið sömu slóð vegna ýmissa hneykslismál sem dunið hafa á kirkjunni.
Svo eru það þeir svörtu sauðir sem hafa snúiið aftur í náðarfaðm kirkjunnar og iðrast. Þeirra á meðal er Einar sem nokkru eftir úrsögnina tók viðtal við Agnesi sem spyrill Kastljóss á RÚV. Biskupinn heillaði fréttamanninn gjörsamlega og hann skipti um skoðun. Eftir viðtalið sá hann ljósið og skráði sig aftur í Þjóðkirkjuna …