Gleðisprengjan og tónlistarkonan Guðný María Arnþórsdóttir heldur hátíðarhljómleika þann 29. desember á Bryggjan Brugghús.
Guðný María, sem glatt hefur landann undanfarin ár með frumsaminni tónlist sinni og jákvæðni, heldur sína fyrstu hljómleika eftir Covid-faraldurinn og glímu við krabbamein. Verða þeir haldnir þann 29. desember á Bryggjan Brugghús en þeir byrja klukkan 22:00.
Aðspurð segist Guðný María ætla að frumflytja nýtt lag á hljómleikunum, Mystery Mike en hún mun einnig fara yfir ferilinn, taka jólalagið sitt sem og áramótalagið ÁR, ertu alveg klár.
En er Guðný María sem sagt komin í jólaskap? „Já, algerlega, ég elska jólin,“ sagði Guðný María í samtali við Mannlíf og bætti við: „Ég er líka aftur orðin ástfangin af lífinu, án krabbameins!“
@gudnymaria….arn♬ original sound – Guðný María