Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Vögnu sagt upp eftir að hafa misst fingur: „Kærði sig ekkert um að hafa gallað fólk í vinnu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vögnu Vagnsdóttur var sagt upp störfum eftir að hún missti putta í sláturhúsi árið 1995.

„Ég tel að orsökin fyrir að ég missti framan af fingrinum hafi verið sú að það var unnið með ailt of miklum látum við kjötsögina. Álagið var of mikið,“ sagði Vagna Sólveig Vagnsdóttir, verkakona á Þingeyri, í viðtali við DV árið 1995. Var hún frá vinnu í sex vikur. Starfið gekk erfiðlega eftir að hún kom aftur til starfa.

„Ég átti að þíða frystar vambir en það var mjög kaldsamt, sérstaklega vegna fingursins, svo að ég sagðist ekki geta það. Þá sagði sláturhússtjórinn bara að hann kærði sig ekkert um að hafa gallað fólk í vinnu,“ sagði Vagna en henni var sagt upp með ábyrgðarbréfi.

Yfirmaður hennar vísaði orðum Vögnu á bug. „Það er ekki rétt að ég hafi sagt við hana að ég vildi ekki hafa „gallað fólk“. Vagna gat ekki unnið tiltekið starf og var þá flutt í annað. Ég greiddi henni einnig hærra kaup eftir slysið til að bæta henni skaðann,“ sagði Birgir Marel og að henni hafi verið sagt upp, ásamt fleirum, vegna minnkandi sölu og færri verkefna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -