- Auglýsing -
Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu um lokun Reykjanesbrautarinnar. Vegfarendum er bent á að rýma Reykjanesbrautina tafarlaust.
Þá kemur einnig fram að óskað er eftir að ökumenn teppi ekki vegi í kringum gosið og skapi þannig hættu með að stöðva á akbrautum eða úti í vegkanti. Þá er fólki bent á að rýma þurfi svæðið og tryggja aðgengi viðbragðsaðila til og frá svæðinu.
„Reykjanesbrautinni hefur verið lokað!
Við viljum biðja ykkur um að rýma Reykajanesbrautina strax.“