Sigurður Ingi Jóhannsson segir að staðsetningin á gosinu virðist nokkuð heppileg.
Innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson var í viðtali við RÚV á leið sinni inn á ríkisstjórnarfund í morgun. „Já, án efa, þetta er auðvitað svakalegur atburður,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður hvort staða innviða yrði rædd á fundinum.
Þegar fréttamaður RÚV spurði hann hvort búið sé að reisa nægilega stóra varnargarða svo að innviðirnir séu öryggir, svaraði Sigurður Ingi: „Ég held að það sé nú voðalega erfitt að fullyrða nokkuð þegar náttúran er annars vegar en eins og þetta virðist teiknast upp í morgunsárið virðumst við hafa verið nokkuð heppin með staðsetningu og þróun og vonum að það haldi áfram.“