Davíð Örn Kristjánsson er ungur og efnilegur rithöfundur en hann var að gefa út sína fyrstu bók. Hún ber nafnið Anja og Nóra. Bókina skrifaði hann með Vendula Frydrychová en hún er kærasta hans. Davíð fæddist á Bolungarvík en flutt ungur í Árbæinn. Þegar Davíð er ekki að skrifa starfar hann sem sjómaður og ferðast um heiminn. Mannlíf ræddi við Davíð um bókina, lífið og tilveruna.
„Bókin er um tvær tvíburastelpur á Íslandi sem vita ekki alveg hvað þær geta gefið foreldrum sìnum í jólagjőf,“ sagði Davíð um hvað bókin fjallar um. „Hugmyndaflug þeirra dregur þær um fallega Íslandið okkar. Þær sjá heiminn í öðrum augum en fullorðnir gera og vilja gefa þeim fallega mánann og litríku norðurljósin en það er ekki svo auðvelt. Falleg saga og myndirnar eru listaverk.“.
En hver er innblásturinn?
„Ég hef alltaf haft gaman að því að lesa fyrir börn og hef mikið gaman að lesa ákveðnar bækur sem eru vel myndskreyttar og flottar,“ sagði Davíð um málið. „Innblásturinn að þessari bók voru dætur systur minnar, Anja og Nóra, og elska þær bókina mikið og er ég búinn að lesa bókina mörgum sinnum fyrir þær og þær vita sko alveg að þessi bók er um þær. Ég fékk þessa hugmynd af því kærastan mín gjőrsamlega elskar að teikna Ísland og fallegu litina úr náttúrunni þannig mér datt í hug að gera jólabók. Hún sagðist ekki getað samið sögu en elskar að teikna svo þannig byrjaði það,“ en Davíð er ekki eini listamaðurinn í fjölskyldunni.
„Yngsta systir mín var á listabraut og stòð sig mjőg vel. Móðir mín hefur listina mikið í sér. Gerir fatnað, skrifar og teiknar. Málaði þegar ég var ungur, held ég. En mest af þeim öllum er það eldri bróðir minn. Hann hefur haldið fjölmargar listasýningar ì mörgum löndum og verið í mörgum hljómsveitum og gert margar plötur og lög og keramik og held ég að það sé haldið upp á Helgi Fest í minningu hans í Leipzig, Þýskalandi.“
„Erum með endalaust af markmiðum. Okkur langar að gera meira Önju og Nóru og ekki bara bækur,“ sagði Davíð hvort að þau með einhver sett markmið. „Okkur langar að gera teiknimyndir líka. Ég elska að leika mér í forritum en minna í teikningunum en ef við sameinumst getum við gert fallega teiknimynd og er það næsta skref, já og fleiri bækur. Sérstaklega af því hversu góðar móttökur þessi fékk.“
„Ég verð sennilega með annan fótinn á sjó og hinn í Tékklandi,“ sagði Davíð um hvað væri næst á dagskrá hjá þeim. „Er að læra núna mikið um „online store“ og vonandi opnum við hana og er kæró mìn mikill listamaður og ég sjàlfur hef gaman að skapa en ekki teikna og mála allt annað. Vonandi hrindum við því af stað ásamt vonandi fullt af öðrum skemmtilegum verkefnum.“