Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
3.2 C
Reykjavik

Lögregla veitti steypubíll eftirför: Mikil hætta á ferðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan veitti steypubíl eftirför í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Mikil hætta skapaðist þegar bílnum var ekið á móti umferð á Sæbraut, en allt að sjö lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni.

Steypubíllinn stóð við Vitastíg þar sem framkvæmdir standa yfir. Pétur Ingason, framkvæmdastjóri Steinsteypunnar, eiganda bílsíns segir í samtali við Vísi að einhver óprúttinn aðili hafi stigið upp í bíllinn og ekið honum af stað.

Myndbönd af eftirförinni benda til að eftirförinni hafi lokið við Kleppsveg, þar sem ökumaður ekur upp á grasbala og hleypur úr bílnum. Þar tókst lögreglumönnum að hlaupa manninn uppi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að steypubílnum hafi verið stolið við nýbyggingu á Vitastíg í miðborg Reykjavíkur og honum ekið niður Laugaveg, Bankastræti, um Lækjargötu og eftir Sæbraut uns bifreiðin stöðvaðist nálægt Kleppsvegi þar sem eftirförinni lauk. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, virti öll stöðvunarmerki að vettugi og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði, en hann ók m.a. á öfugum vegarhelmingi á meðan þessu stóð. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð.

Ja sjæææll. Þetter bara eins og i Ameríku

Posted by Sigmar Arnarson on Miðvikudagur, 11. mars 2020

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -