Einhver stærstu vonbrigðin í jólabókaflóðinu hljóta að vera meinleg örlög bókar Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson. Bókin, Séra Friðrik og drengirnir hans, nær ekki inn á metsölulista þrátt fyrir gífurlega auglýsingu og mikið umtal.
Egill Helgason lyfti bókinni í hæstu hæðir í Kiljunni og gerði þar út á þann hluta bókarinnar sem lýsir meintri barnagirnd æskulýðsleiðtogans. Mikil umfjöllun var um bókina í framhaldinu og fékk hún tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Þrátt fyrir alla umræðuna er salan í lágmarki. Engin sönnun er komin fram um sekt eða sakleysi prestsins og byggt er á nafnlausum heimildum. Vandinn er að líkindum sá að bækur sem eru þessu marki brenndar þykja ekki henta í jólapakka …