15 eru látnir og tugir særðir eftir skotárás í miðborg Prag samkvæmt lögreglunni í stórborginni. Yfirvöld í Tékklandi segja að árásarmaðurinn hafi verið „tekinn úr umferð“ og sé látinn.
Skotárásin átti sér stað í Charles-háskólanum. Búið er að loka stóru svæði í borginni meðan aðgerðir lögreglu eru í gangi. Þá eru íbúar borgarinnar hvattir til að halda sig innandyra. Ekki liggur fyrir hver skotmaðurinn var eða af hverju hann hóf skothríð sína.
Yfirvöld hafa þó sagt að hættan sé sennilega liðin hjá en ekki sé hægt að útiloka að annar skotmaður sé á ferli.
Fréttin verður uppfærð