Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Útigangsfé í Þverárhlíð: „Alls staðar annars staðar betur komnar en heima hjá sér!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kindur ganga enn úti í Þverárhlíð í Borgarbyggð, þrátt fyrir vetrarhörkur.

Steinunn Árnadóttir, hestakona, organisti og baráttukona bendir enn og aftur á slæma meðferð á kindum á bænum Höfða í Borgarfirði. Undanfarið ár hefur Steinunn verið afar dugleg við að benda á slæman aðbúnað fjárins á Höfða, sem virðist lítið hafa skánað miðað við nýjustu færslu Steinunnar.

Í færslunni birti hún ljósmyndir af kindum frá Höfða, vaða snjóinn í vetrarfrostinu. Kallar Steinunn kindurnar „útigangsfé“.

„Útigangsfé í Þverárhlíð: sjá meðfylgjandi myndir.

Á sama tíma og bændur eru að hrósa happi að hafa fundið eða heimt kindur til að koma þeim í skjól eru vesalingar úr Hryllingssögu minni á vergangi. Þetta kallast útigangsfé og í flestöllum sveitarfélögum er verið að bjarga slíkum kindum. En Borgarbyggð hefur sérstakt umburðarlyndi með þessum bændum. Þetta hefur alltaf verið svona og mesta vesen að aðhafast eitthvað í því.“

Útigangsfé í Þverárhlíð
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Þannig byrjar færslan en hún segist næst hafa hitt fjárbónda á leið sinni sem sagði henni að kindurnar „væru alls staðar annars staðar betur komnar en heima hjá sér.“

- Auglýsing -

„Ég hitti fjárbónda á leið minni. Hann sagði að þessar kindur væru alls staðar annars staðar betur komnar en heima hjá sér! Það segir eitthvað um ástandið á þessum „búskap“ sem NB þiggur umtalsverðar upphæðir frá ríkinu/okkur í beingreiðslur, gæðastýringu og það sem best er „beingreiðslur í ull“!

Er það á þennan hátt sem við viljum sjá sauðfjárrækt á landinu?

Tekið saman: Þessar kindur eru á vergangi. Enginn bjargar þeim og ef þeim er bjargað þá er það verra fyrir þær að fara til síns heima.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -