- Auglýsing -
Mikið frost er um allt land í dag en samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands verður töluvert frost á landinu fram yfir jóladag. Kaldast var í nótt í Veiðivatnahrauni en þar mældist rúmlega 26 stiga frost.
Í Svartárkoti í Bárðardal í mældist 24 stiga frost en í nágrannasveitinni, Mývatnssveit mældist rúmlega 23 stiga frost. Frosti er spáð á öllu landinu fram til miðvikudags en ljóst þykir að það verði hvít jól víða um land þetta árið.