- Auglýsing -
Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B vegna útbreiðslu COVID-19.
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Landspítalans. Þar segir einnig að einungis maki má vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild.
Þetta er í varúðarskyni og eru makar og aðstandendur beðnir um að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum.