Föstudagur 25. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Ósáttur við samanburð við Kröfluelda: „Ótrúlega líkt ferli segja kjaftaskarnir!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson er afar ósáttur við vísindamenn sem líkja nýja gosinu á Reykjanesinu við Kröfluelda.

Grindvíkingar eru farnir að vilja komast heim, þrátt fyrir nýafstaðið eldgos og nýja kvikusöfnun í nágrenninu. Vísindamenn hafa einhverjir líkt hinu nýja Sundhnúkagosi við Kröflueldanna, sökum þess að nú virðist sem kvikusöfnun sé hafin að nýju. Ekki eru allir sáttir við þá samlíkingu. Einn þeirra er Björn Birgisson, samfélagsrýnir með meiru. Skrifaði hann Facebook-færslu í dag þar sem hann segir samanburðinn vera „algjörlega út í loftið!“

„Samanburður – algjörlega út í loftið!

**********
Sundhnúkagosið stóð aðeins í tvo daga, öflugt en skammvinnt.
Kvikusöfnun virðist hafin að nýju í Svartsengi.
Vísindamenn og nokkrir fjölmiðlungar eru fljótir til að að finna samlíkingu með Kröflueldum og Sundhnúkum nú.
Kröflueldar stóðu á tímabilinu 1975 til 1984.
Níu eldgos.
Misstutt, frá nokkrum klukkutímum upp í tveggja vikna gos í lokin.
Auk gosanna voru talin 15 kvikuinnskot sem ekki enduðu með eldgosum.
Sem sagt gríðarleg virkni í landinu á níu ára tímabili á tiltölulega afmörkuðu svæði nærri byggð.“ Þetta skrifar Björn í byrjun færslunnar og heldur svo áfram:
„Ótrúlega líkt ferli segja kjaftaskarnir!
Hvað er líkt með þessu?
Eitt stutt eldgos!
Vísir að kvikusöfnun að nýju!
Annað ekki.
Alls ekki.

Líkur á að líkindin verði fleiri eru svipaðar þeim að náttúran hætti að láta rigna í suðaustanátt í Grindavík!“

Þá segir Björn þessar vangaveltu minna á samkvæmisleiki.

„Þetta eru vangaveltur sem minna á samkvæmisleiki, jafnvel getraunir.
Munurinn á þessum leik og venjulegum samkvæmisleikjum er gríðarlegur.
Með því að gefa í skyn endurtekningu Kröflueldanna við bæjardyr Grindavíkurbæjar eru þeir sem það gera að dæma Grindavík úr leik, til falls úr samfélagi sveitarfélaganna.
Eins og sakir standa nú býr enginn í Grindavík samkvæmt valdboði yfirvalda.
Ef þau sömu yfirvöld taka upp á því að trúa kenningum um þessa endurtekningu kröfluelda í seilingarfjarlægð frá Grindavík mun byggð leggjast af í þeim ágæta bæ.
Sú er hættan sem stafar af þessu óábyrga blaðri um eitthvað sem enginn hefur nokkra hugmynd um hvort raungerist eða ekki.
Það er mikill munur á alvöru vísindum og samkvæmisleikjum og getraunastarfsemi.

Hættulega mikill munur.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -