Björn Birgisson er afar ósáttur við vísindamenn sem líkja nýja gosinu á Reykjanesinu við Kröfluelda.
Grindvíkingar eru farnir að vilja komast heim, þrátt fyrir nýafstaðið eldgos og nýja kvikusöfnun í nágrenninu. Vísindamenn hafa einhverjir líkt hinu nýja Sundhnúkagosi við Kröflueldanna, sökum þess að nú virðist sem kvikusöfnun sé hafin að nýju. Ekki eru allir sáttir við þá samlíkingu. Einn þeirra er Björn Birgisson, samfélagsrýnir með meiru. Skrifaði hann Facebook-færslu í dag þar sem hann segir samanburðinn vera „algjörlega út í loftið!“
„Samanburður – algjörlega út í loftið!
Líkur á að líkindin verði fleiri eru svipaðar þeim að náttúran hætti að láta rigna í suðaustanátt í Grindavík!“
Þá segir Björn þessar vangaveltu minna á samkvæmisleiki.
Hættulega mikill munur.“