Tilkynningar vegna þriggja snjóflóða hafa borist Veðurstofu Íslands. Tvö þeirra á Siglufjarðarvegi á Norðurlandi og eitt í Eyrarhlíð, á milli Ísarfjarðar og Hnífsdal. Báðir vegir hafa verið lokaðir. Flóð sem féll fyrir vestan mældist um 50 metra breitt á veginum.
Óliver Hilmarsson, ofanflóðasérfræðingur, hjá Veðurstofu Íslands segir samtali við mbl.is að nóttin á Vestfjörðum hafi verið með rólegra móti en óvissustigi vegna ofanflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. Óvissustigið verður í gildi fram eftir degi.
„Það er ekki að mælast mikil úrkoma, en það er ekki alltaf að marka mælanna,“ segir Óliver í samtali sínu við blaðamann og nefnir að ekki sé eins hvasst og búist var við.