Lögreglan á Vestfjörðum birti fyrir skemmstu stöðufærslu á Fésbókarsíðu sinni. Fram kemur að allir helstu vegir Vestfjarða séu lokaðir. Mikil úrkoma og hvassviðri hefur verið í landshlutanum sem hefur torfellt hreinsunarstarf á vegum.
„Þá er vegurinn milli Ísafjarðar og Súðavíkur lokaður vegna snjóflóðahættu. Sama er með Flateyrarveg og loks var veginum milli Hnífsdals og Ísafjarðar lokað seint í gærkveldi en þá höfðu tvo flóð fallið úr Eyrarhlíðinni og yfir veginn. Af öryggisástæðum var veginum um Eyrarhlíðina lokað“ segir í færslunni og metið verði hvort og hvenær vegurinn verði opnaður af fyrir umferð.
„Þeir vegfarendur sem nauðsynlega þurfa að komast á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar í dag mega gjarnan senda einkaskilaboð á facebooksíðu þessa,“ greinir í færslunni.
Hér að neðan má sjá færslu Lögreglunnar á Vestfjörðum í heild: