Verkfallsaðgerðir félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur hefjast klukkan 12.00.
Verkfall hefst í dag á hádegi meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Verkfallið nær til rúmlega 270 félagsmanna, flestir starfa í Kópavogi, en einnig Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfus.
Fjöldafundur verður haldinn klukkan hálf eitt í safnaðarheimili Digranesskirkju fyrir félagsmenn sem þá leggja niður störf. Meðal þeirra er fjöldi skólaliða og fólk sem starfar við þrif og viðhald.