Björn Birgisson hrósar feðgum sem gæta hagsmuna Grindvíkinga um þessar mundir.
Samfélagsrýnirinn beinskeytti Björn Birgisson er þakklátur feðgunum Einari Hannesi Harðarsyni og Herði Guðbrandssyni en sá yngri er formaður Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og sá eldri er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Björn skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann birtir ljósmynd af feðgunum og segir þá öfluga. „Segja má að feðgarnir leggi dag við nótt um þessar mundir í baráttu fyrir hagsmunum sinna félagsmanna og Grindvíkinga allra,“ skrifar Björn og bætir við: „Með þeim í þeirri vegferð er Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem þekkir völundarhús lífeyrissjóðanna betur en flestir. Ég geri fastlega ráð fyrir að barátta þessara manna muni skila góðum árangri og bæta stöðu margra svo um munar.“