Í nýjust dagbókarfærslu sinni fjallar Anna Kristjánsdóttir meðal annars um þá nágranna sem hún hefur haft frá því að hún flutti til Paradísar, sem er hennar nafn á Tenerife.
Eins og allir sem séð hafa áströlsku sápuóperuna Neighbours þurfa allir góða granna. Þetta veit Anna Kristjánsdóttir en hún heldur úti opinberri dagbók á Facebook. Í nýjust dagbókarfæslunni talar hún um þann tíma þegar hún bjó fyrir ofan The Grinch, eða Trölla eins og það útleggst á okkar ástkæra ylhýra.
„Við töluðum um fleira en jákvæða hluti á barnum í gær og upp komu minningar um þessa ellefu mánuði sem ég bjó í Achacay með Herra Grinch fyrir neðan mig. Hann var sífellt kvartandi, skrjáf í stólum hávær andadráttur og guð má vita hvað. Ég fékk nóg af honum þegar ég og vinkona mínum reyndum að þrífa svalirnar hjá mér eftir versta Calima í meir en 70 ár og það duttu nokkrir dropar af vatni niður á kantinn á svölunum hans og hann brjálaðist. Ég var samt á undan honum að kvarta yfir framkomu hans í það skiptið og þá loksins trúði leigumiðlunin orðum mínum og lét fíflið heyra það.“
En svo flutti Anna og hefur búið þar síðan. Nágrannar hennar eru yndislegir þó einn þeirra sé reyndar Liverpool-aðdáandi.
„Það breytti ekki því að þegar útgöngubanninu vegna Covið lauk, hóf ég leit að betra húsnæði og flutti frá Achacay til Parque Margarita í júní árið 2020 og hefi búið hér síðan þá með yndislega nágranna.
Það er gott að búa á Tenerife.“