Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Boða björgunaraðgerðir vegna fjárins í Þverárhlíð: „Mjög styggar en ein þeirra er vafin í gaddavír“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dýraverndarfólk hefur boðað til aðgerða svo bjarga megi kindunum í Þverárhlíð í Borgarfirði.

Mannlíf hefur fjallað um hóp kinda af bóndabænum Höfða í Borgarfirði sem hafðar eru afskiptalausar í snjónum í Þverárhlíð, flestar í margföldum reifum en Matvælastofnun virðist ekki hafa sýnt málinu áhuga. Þá hefur Steinunn Árnadóttir organisti gagnrýnt Borgarbyggð harðlega fyrir „sérstakt umburðarlyndi“ gagnvart bændunum á Höfða.

Sjá einnig: Útigangsfé í Þverárhlíð: „Alls staðar annars staðar betur komnar en heima hjá sér!“

Ingiveig Gunnarsdóttir stofnaði viðburð á Facebook þar sem hún boðar björgunaraðgerð fyrir kindurnar.

Í lýsingu á viðburðinum segir:

„Hittumst á N1 í Borgarnesi. Steinunn Árnadóttir mun vísa veginn þaðan að staðnum þar sem kindurnar halda til. Höfum útvegað hey en gott að fá fleiri með í hópinn, sem geta skaffað hey. Kindurnar eru mjög styggar en ein þeirra er vafin í gaddavír. Gott væri að fá einhvern með reynslu af björgun dýra við slíkar aðstæður.“

- Auglýsing -

Stefnt er að því að hefja björgunaraðgerðir klukkan 12:30 í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -