Nóttin var viðburðarík hjá lögreglunni, samkvæmt dagbók hennar.
Talsvert bar á tilkynningum um einstaklinga í annarlegu ástandi og vegna hávaða en þá barst einnig hringing vegna flugelda sem hefðu verið kastað inn á svalir í Reykjavík. Sökudólgarnir voru á bak og burt er lögreglu bar að.
Aukreitis var óskað eftir aðstoð lögreglu við að koma einstaklingum sem voru óvelkomnir, út af skemmtistað í miðborginni. Voru þeir þó farnir þegar lögreglan mætti á vettvang.
Þá var talsvert um handtökur ökumanna sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Líkamsárás var tilkynnt lögreglunni sem sinnir verkefnum í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ og var einn vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.