Greta Thunberg hvetur til aukinnar samstöðu og ábyrgðar á nýju ári.
Frægasti aktívisti heims, hins sænska Greta Thunberg birti tvær ljósmyndir af sér á Instagram og skrifaði sterk skilaboð við færsluna, þar sem hún fór yfir árið 2023 og ósk hennar fyrir árið 2024. Telur hún upp allt það slæma sem einkenndi árið, loftlagshamfarir, stríð, kúgun og aukinn ójöfnuður en talaði einnig um hið góða við árið. „En árið 2023 var líka ár þegar fólk fyllti göturnar aftur, veitti mótspyrnu, varði lönd sín og barðist fyrir réttindum sínum og frelsi. Þetta var ár þar sem margir sýndu alþjóðlega samstöðu og stóðu sameinaðir í baráttunni fyrir réttlæti í loftslagsmálum. Aðgerðarsinnar eru jafn þarfir og alltaf, jafnvel þó að við upplifum aukna kúgun um allan heim. Við erum örmagna en erum líka full af ást og bræði.“
Lesa má færsluna í heild sinni hér fyrir neðan.
„Árið 2023 var heitasta ár sem mælst hefur. Loftslagshamfarir, stríð, kúgun og ójöfnuður jókst enn frekar – það hefur valdið dauðsföllum og flutningi óteljandi manna. Árið 2023 var enn eitt árið þar sem valdhafar börðust við að viðhalda ofbeldisfullum „business as usual“ með því að nota hættulegar lygar, hatursorðræðu og grænþvott. Það virðast engin takmörk vera fyrir því hversu langt þeir ganga til að verja arðrán á fólki og plánetunni í þágu eigin hagnaðar og gróða. Þeir hunsa vísindin sem og öskur eigin barna sinna og fólksins sem hefur mest áhrif. Allt þetta á meðan margir umhverfisverndarsinnar og aðgerðarsinnar voru drepnir.
En árið 2023 var líka ár þegar fólk fyllti göturnar aftur, veitti mótspyrnu, varði lönd sín og barðist fyrir réttindum sínum og frelsi. Þetta var ár þar sem margir sýndu alþjóðlega samstöðu og stóðu sameinaðir í baráttunni fyrir réttlæti í loftslagsmálum. Aðgerðarsinnar eru jafn þarfir og alltaf, jafnvel þó að við upplifum aukna kúgun um allan heim. Við erum örmagna en erum líka full af ást og bræði.
Við getum ekki leyft hlutunum að halda svona áfram. Gerum árið 2024 að ári mótmæla, samstöðu og ábyrgðar.“
View this post on Instagram