Kristján Eiríksson, fyrrverandi skipstjóri lést 2. desember sl. 72 ára að aldri. Útför hans fór fram í kyrrþey. Kristján var lengst af starfsævi sinni stýrimaður, skipstjóri á Sléttanesi ÍS og um tíma útgerðarstjóri á Þingeyri. Tilkynning um andlát hans og minningargreinar birtist í Morgunblaðinu í dag.
Kristján fæddist í Reykjavík 4. apríl 1951. Foreldrar hans voru Eiríkur Þorgrímsson og Guðlaug Kristjánsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er Bergþóra Annasdóttir. Þau eignuðust þrjú börn.
Kristján stundaði sjómennsku í 30 ár. Fyrsta skipsrúmið var um borð í Sigurði ÍS. Hann var fyrsti stýrimaður á togarnum Dagrúnu ÍS 9 frá árinu 1975 til 1983 þegar hann var ráðinn fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Sléttanesi ÍS 808 á Þingeyri. Um tíma var hann útgerðarstjóri. Hann bjó ásamt fjölskyldu sinni á Þingeyri til ársins 1997 þegar fjölskyldan flutti suður og hann hóf störf Starfsferli í Húsasmiðjunni í Reykjavík.
Kristján var félagslyndur og lagði samfélaginu á Þingeyri til margt gott. Hann ásamt fleirum stofnaði golfklúbbinn Glámu í Dýrafirði. Þá fékk hann skíðakennara til að kenna börnum á Þingeyri á sínum tíma. Hann var glaðlyndur og naut vinsælda í samfélagi sínu.
Seinustu æviár sín glímdi Kristján við afleiðingar heilablóðfalls sem hann fékk árið 2004. Hann lamaðist við áfallið.
Mannlíf vottar fjölskyldu Kristjáns samúð vegna fráfalls hans og þakkar samleiðina.