Laugardagur 23. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

RÚV minnkar umsvif sín á auglýsingamarkaði – Starfsemin á landsbyggðinni eykst um tíu prósent

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkisútvarpið mun minnka umsvif sín á auglýsingamarkaði. Þá mun starfsemin aukast á landsbyggðinni.

Fram kemur í frétt Vísis að til standi að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði en Lilja Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptamálaráðherra og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag. Þar kemur fram að Ríkið muni koma til móts við RÚV ef það verður fyrir tekjutapi í kjölfar breytinganna.

Yfirlýsing þessi er viðauki við nýjan þjónustusamning Lilju við Ríkisútvarpið en á gildistíma samningsins á að minnka umsvif RÚV á samkeppnismarkaði. Slíkt á að nást með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða, eða með því að breyta umfangi og eðli auglýsingasölu. Einnig verður unnið að útfærslu stafrænna lausna sem geri það mögulegt fyrir viðskiptavini að panta auglýsingar á netinu.

Aukreitis kemur fram í yfirlýsingunni að komið verði til móts við hugsanlegt tekjutap RÚV af dvínandi umsvifum á samkeppnismarkaði, með það að markmiði að Ríkisútvarpið geri sinnt sínu lögmundna hlutvarki áfram, og uppfyllt ákvæði þjónustusamnings.

Þá kemur einnig fram í þjónustusamningnum að starfsemi RÚV muni aukast um tíu prósent á landsbyggðinni á samningstímanum. Einnig skal hlutfall dagskrárefnis sem keypt er af sjálfstæðum framleiðendum vera að meðaltali 35 prósent af íslensku efni í sjónvarpi en það verður mælt í klukkustundum og miðað við frumsýnt efni á kjörtíma í línulegri dagskrá.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -