Lögreglan var kölluð út tvisvar sinnum í gærkvöld vegna líkamsárása en talið er að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða. Í öðru málinu var enginn handtekinn og skýrslur teknar af einstaklingum á vettvangi en þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Síðar um nóttina barst lögreglu tilkynning frá Bláfjallavegi en þar höfðu ferðamenn fest bifreið. Þá sinnti lögregla útkalli vegna hávaða en höfðu nágrannar haft samband við lögreglu. Að lokum var sextán ára ökumaður stöðvaður í Breiðholti en sá reyndist ekki hafa aldur til þess að aka bifreið. Auk þess kom lögregla manni í annarlegu ástandi til bjargar.