Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Ekki allir sem þiggja fálkaorðu frá Guðna: „Hafna henni svo með hávaða“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á hverju ári eru sæmir forseti Íslands yfirleitt milli 20 til 40 einstaklinga fálkaorðunni en hún er talin af sumum mesti heiður sem Íslendingur getur hlotið. Fólk er sæmt fálkaorðunni fyrir afrek eða störf sín á ævinni. Nokkrir einstaklingar hafa þó í gegnum tíðina hafnað henni og má þar nefna Katrínu Jakobsdóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím Hermannsson en hefð hefur myndast fyrir því að sæma forsætisráðherra fálkaorðu.

Þá hefur barnabarn Héðins Maríusonar sjómanns greint frá því að hann hafi hafnað fálkaorðu og talið hana glingur. Davíð Oddsson, ritstjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur kallað slíka höfnun sýndarmennsku. „Af einhverjum ástæðum þykir sumum flott og jafnvel stórmannlegt að hnýta ónotum í hana,“ skrifaði ritstjórinn árið 2020. „En þeir eru auðvitað til sem iða í skinninu að slá sér upp í sínum hópi með því að sýna að þeir, ólíkt öðrum og minni mönnum séu hafnir yfir tildur […] Á öllu veltur að koma því á framfæri að þeir hafi hafnað orðunni. Þeir úthluta því fálkaorðunni til sjálfs síns í hljóði og hafna henni svo með hávaða. Og fá þannig miklu meira „kikk“ út úr gerningnum en hinir sem taka kurteislega á móti við viðhöfn á Bessastöðum.“

Mannlíf sendi fyrirspurn á forsetaembættið til að spyrjast fyrir um hversu margir hafi hafnað fálkaorðu.

„Í reynd er það svo að enginn hefur hafnað fálkaorðu á staðnum, en orðuhöfum er gefinn fyrirvari og stundum vill fólk fá að hugsa sig um áður en það þiggur heiðurinn,“ sagði í skriflegu svari embættisins.

„Komið hefur fyrir að einstaklingar biðjist undan því, þegar þeim er boðin orða. Ekki er haldið sérstakt bókhald um það, en tilfellin eru fá,“ en tekið er fram í svarinu að enginn hafi hafnað því að vera sæmdur fálkaorðu þann 1. janúar í ár.

Hér fyrir neðan er listi þeirra sem voru sæmd fálkaorðu þann 1. janúar 2024.

- Auglýsing -

1. Auður Hildur Hákonardóttir, myndlistarkona og rithöfundur, riddarakross fyrir
framlag til myndlistar og störf í þágu kvennabaráttu.

2. Elísabet Gunnarsdóttir knattspyrnuþjálfari, riddarakross fyrir framlag til
kvennaknattspyrnu og annarra íþrótta.

3. Erna Sif Arnardóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík og svefnfræðingur,
riddarakross fyrir framlag til nýsköpunar og svefnrannsókna.

- Auglýsing -

4. Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi, riddarakross
fyrir störf í þágu samfélags og mannúðar.

5. Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöðinni í Vík, riddarakross fyrir
framlag til heilbrigðisþjónustu og sveitarstjórnar- og félagsstarfa í heimabyggð.

6. Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður, riddarakross fyrir
heimildamynda- og þáttagerð og framlag til vitundarvakningar á sviði
jafnréttismála.

7. Jenný Karlsdóttir, handverkskona og kennari, riddarakross fyrir framlag til
varðveislu íslenskrar alþýðu- og handverksmenningar.

8. Jón Kristinsson arkitekt, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf í vistvænni
húsagerðarlist á alþjóðavettvangi.

9. Karel Ingvar Karelsson, fyrrverandi skipstjóri, riddarakross fyrir framlag til
sjómennsku ungs fólks og eflingar sjómannastéttarinnar.

10. Knútur Rafn Ármann, framkvæmdastjóri og eigandi Friðheima, riddarakross fyrir
frumkvöðlastarf á sviði matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og
atvinnuuppbyggingar.

11. Margrét Bóasdóttir, söngkona og söngstjóri, riddarakross fyrir framlag til
tónlistarflutnings og kórmenningar.

12. Reynir Pétur Steinunnarson garðyrkjubóndi, riddarakross fyrir afrek og framgöngu
í þágu fatlaðra.

13. Sigurður Harðarson rafeindavirkjameistari, riddarakross fyrir störf á sviði
fjarskipta- og öryggismála í þágu björgunarsveita, lögreglu og brunavarna.

14. Vilmundur G. Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor, riddarakross
fyrir framlag til rannsókna og forvarna á sviði hjarta- og æðasjúkdóma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -