Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Borgaraleg handtaka á erlendum brúðguma – Kostulegt atvik á Austurlandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinþór Guðni Stefánsson framkvæmdastjóri Austurverks ætlaði að moka veginn yfir Fjarðarheiði á þriðjudag, en þegar hann kom að hjólaskóflu sinni mætti honum óvenjuleg sjón: erlendur ferðamaður var þar í ökumannshúsi vélarinnar, og meira að segja upp á búinn í jakkafötum undir úlpunni.

Í viðtali við Austurfrétt segir Steinþór frá atvikinu.

Ferðamaðurinn gat einungis sagt að honum væri kalt, og brá Steinþór því á það ráð að hringja í lögregluna sem mætti á staðinn og óskaði hann eftir að hún tæki við ferðamanninum. Tveir Seyðfirðingar áttu leið framhjá og fór svo að þeir tóku ferðamanninn með sér og færðu hann á lögreglustöðina á Egilsstöðum, og því um borgaralega handtöku að ræða.

Þegar lögregla kannaði málið betur keyrði hún fram á bíl sem sat fastur í Lönguhlíð, í honum voru karl og kona og hún klædd í brúðarkjól.

Eftir nokkuð kostulegt samtal þar sem fólkið talaði takmarkaða ensku og lögreglumennirnir enga kínversku kom upp úr dúrnum að fólkið var á leið í Seyðisfjarðarkirkju til að láta gifta sig.

Málinu var því lokið farsællega á lögreglustöðinni á Egilsstöðum þar sem fundin var út hæfileg greiðsla af hálfu brúðgumans fyrir umferðarlagabrot og hann var að auki fræddur um íslensk umferðarskilti og reglur. Brúðhjónin, einkum brúðurin, sáu að lokum spaugilegu hliðina á málinu og fékk brúðurin í kveðjuskyni að taka mynd af brúðgumanum ásamt lögregluþjóni með sektarplaggið í fanginu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -