Óli Björn Kárason segir að álit umboðsmanns Alþingis sé þannig að það „hljóti að hafa afleiðingar.“
Umboðsmaður Alþingis segir í áliti sínu að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að banna tímabundið hvalveiðar síðastliðið sumar, hafi ekki verið í samræmi við lög. Telur hann að bannið hafi haft í för með sér fyrirvaralausa og verulega íþyngjandi ráðstöfun fyrir Hval hf.
Mannlíf ræddi við Óla Björn Kárason þingmann Sjálfstæðismanna um niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og hvort honum fyndist að Svandís þurfi að segja af sér sem ráðherra. „Álit umboðsmanns er í fullkomnu samræmi við þá gagnrýni sem ég og fleiri í þingflokk Sjálfstæðisflokksins settum á stjórnsýslu ráðherra. Og þetta álit er með þeim hætti að hlýtur að hafa einhverjar afleiðingar.“