Þann 5. janúar átti sér stað bílslys á Grindavíkurvegi þar sem tveir bílar lentu í árekstri. Tveir einstaklingar létust í árekstrinum en það voru hjónin Frímann Grímsson, fæddur 1958 og Margrét Hrafnsdóttir, fædd 1960.
Hjónin voru búsett í Sandgerði og láta eftir sig tvö uppkomin börn, tengdabörn og barnabörn. Þau voru úrskurðuð látin á vettvangi þegar lögreglan og viðbragðsaðilar mættu en slysið varð rétt fyrir hádegi á föstudaginn er tvær bifreiðar rákust saman í hálku. Í yfirlýsingu frá Steypustöðinni sem var birt í fyrradag er slysið harmað en annað ökutækið var steypubíll frá fyrirtækinu.
Mannlíf sendir samúðarkveðjur til fjölskyldu og aðstandenda hjónanna.