Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í Kaliforníu í gær en var það í 81.skipti sem hátíðin er haldin. Stjörnurnar gengu rauða dregilinn áður en að verðlaunaafhendingin hófst en er það fastur liður að slúðurmiðlar fylgist grannt með klæðnaði þeirra ár hvert. Flestir miðlar hafa þegar tilnefnt Jennifer Aniston, Barry Keoghan og Margot Robbie sem best klæddu stjörnurnar í gær en dæmi hver fyrir sig.
Jennifer Lopez glæsileg í ljósbleikum síðkjól.
Taylor Swift í grænum kjól frá Gucci
Brie Larson í kjól frá Prada
Emma Stone djörf í kjól frá Louis Vuitton
Karen Gillan í kjól sem er vægast sagt sérstakur
Billie Eilish kemst ekki á lista yfir best klæddu stjörnurnar
Timothee Chalamet, kærasti Kylie Jenner, var flottur í tauinu
Fantasia Barrino í kjól frá Dolce & Gabbana
Oprah Winfrey glæsileg í þessum djúpa lit
Reese Witherspoon í mjög klassískum kjól frá Monique Lhuillier
Issa Rae glitraði frá toppi til táar í nótt
America Ferrera í kjól frá Dolce & Gabbana
Slúðurmiðlar voru sérlega hrifnir af klæðnaði Margot Robbie – Í anda Barbie!