Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Spyrja hvenær dómsmálaráðherra fór síðast í spilakassa til að styrkja gott málefni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alma Hafsteinsdóttir, Kristján Jónasson og Örn Sverrisson birta opið bréf í Morgunblaðinu í dag til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Alma, Kristján og Örn skrifa bréfið fyrir hönd Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Í bréfi sínum varpa þau fram nokkrum spurningum til Áslaugar.

Spilakassar á Íslandi eru reknir af Íslandsspilum og Happdrætti Háskóla Íslands. Rauði krossinn er stærsti eigandi Íslandsspila með 64 prósenta eignarhlut. Slysavarnarfélagið Landsbjörg á 26,5 prósent og SÁÁ 9,5 prósent. Í bréfinu benda þau á að dómsmálaráðherra gefur út leyfi til reksturs þessa spilakassa eða „söfninarkassa“.

Í pistlinum skrifa þau um þær fjárhæðir sem Íslendingar settu í spilakassa árið 2018. „Árið 2018 settu Íslendingar 12,3 milljarða í spilakassa – fyrir utan vinninga sem ekki voru greiddir út heldur lagðir aftur undir. Tæpa 8 milljarða í sérstakar happdrættisvélar Happdrættis Háskóla Íslands og tæpa 4,3 milljarða í söfnunarkassa hjá Íslandsspilum. Greiddir voru út 5,6 milljarðar af vinningum úr sérstöku happdrættisvélunum en 2,9 milljarðar úr söfnunarkössunum.“ Í bréfinu er svo bent á að hlutfall vinninga í spilakössum skal samkvæmt reglugerð vera 89%, en er hins vegar aðeins í kringum 70%.

Þau benda svo á það er fólk á bak við tölfræðina. „Á bak við þessar tölur er raunverulegt fólk. Fólk eins og við og þú, fólk sem á fjölskyldur, börn, vini og vinnufélaga sem verða fyrir
skaða þegar ástvinur missir stjórn á „frjálsum framlögum“ sínum til góðgerðarmála.
Í ljósi þesarar samantektar viljum við spyrja dómsmálaráðherra nokkurra spurninga.“

„Á bak við þessar tölur er raunverulegt fólk.“

Þau varpa fram nokkrum spurningum: „Söfnunarkassar og sérstakar happdrættisvélar eru í raun ekkert annað en spilakassar eða „slot machines“. Er dómsmálaráðherra meðvituð um að sömu spilakassar eru notaðir í spilavítum erlendis,“ er m.a. annars spurt.

Þau spyrja dómsmálaráðherra einnig hvort hún geri sér grein fyrir að „bróðurparturinn af
veltu spilakassa er að koma frá spilafíklum sem ekki eru að leggja fram frjáls framlög“.

- Auglýsing -

Alma, Kristján og Örn spyrja einnig hvort spilakassar séu mögulega tímaskekkja.

„Hversu lengi ætlar dómsmálaráðherra að láta þetta viðgangast? Eitt að lokum. Eins og allir vita eru spilakassar í dag markaðssettir sem skemmtilegir leikir og fjáröflunarleið þar sem fólki gefst tækifæri til að styrkja góð málefni. Kæra Áslaug, hvenær fórst þú síðast í spilakassa til að styrkja gott málefni,“ spyrja þau að lokum.

Sjá einnig: Spilaði fyrir 20 milljónir á tveimur árum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -