Rannsókn lögreglu á banaslysi átta ára drengs sem lést í Hafnarfirði í október er lokið en drengurinn varð fyrir steypubíl á Ásvöllum. Í samtali við RÚV segist Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi ekki geta tjá sig um hvort að ökumaður steypubílsins væri með stöðu sakbornings.
Slysið átti sér stað Ásvöllum nærri byggingarsvæði sem er við bílastæði Ásvallalaugar og íþróttahús Hauka en sumir segja að illa hafi verið gengið frá svæðinu og ákváðu bæjaryfirvöld í samstarfi við verktaka að bæta úr því eftir að banaslysið átti sér stað en mikil umferð gangandi og hjólandi vegfarenda er á svæðinu.