Talið er að maður hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík en viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita hans.
Í samtali við Vísi segir upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Jón Þór Víglundsson, að útkallið hafi borist um klukkan 10:40 í morgun. Segir hann ekki vera með nákvæma staðsetningu á hreinu en um sé að ræða stóru sprunguna sem myndast hefur í jarðhræringum á síðustu vikum.
Vísir náði tali af Jóni Þór um klukkan 11:20 en þá sagði hann leit standa yfir. Á vettvangi séu lögreglumenn, slökkviliðsmenn og björgunarsveitarmenn að störfum.
Þá greindu Víkurfréttir frá því að verkfæri mannsins hafa fundist í sprungunni.