Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Einar Þór genginn til liðs við Fréttablaðið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einar Þór Sigurðsson blaðamaður er nýjasti meðlimur blaðamanna á Fréttablaðinu og Hringbraut. Einar Þór var áður aðstoðarritstjóri DV, en þar hafði hann starfað frá árinu 2007 sem blaðamaður, fréttastjóri og undir lokin sem aðstoðarritstjóri. Einar mun gegna stöðu blaðamanns á vefmiðlunum.

Einar Þór Sigurðsson.

„Það eru spennandi tímar í vændum hjá Torgi og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið. Mitt hlutverk verður að taka þátt í frekari uppbyggingu á vefmiðlum Torgs, Fréttablaðinu og Hringbraut, undir stjórn Kristjóns Kormáks sem ég þekki vel frá því að við vorum saman á DV. Hjá Torgi starfa margir af bestu blaðamönnum landsins og það er heiður að slást í lið með svo öflugum hópi fólks,” segir Einar Þór.

Beðið er eftir úrskurði Samkeppnisstofnunar vegna samþykktar á sameiningu Torgs, sem rekur Fréttablaðið og vefmiðlana Fréttablaðið og Hringbraut og DV.

Fjöldi blaðamanna hafa fært sig frá DV yfir á Fréttablaðið í ár og síðasta ár, allt frá því að Kristjón Kormákur Guðjónsson fyrrum ritstjóri DV sagði upp og gekk til liðs við Hringbraut 1. apríl í fyrra. Hann er nú ritstjóri vefmiðla Torgs. Auk hans hafa Aníta Estíva Harðardóttir, Ari Brynjólfsson, Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og nú Einar Þór gengið til liðs við Torg af DV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -