Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson segir í nýrri Facebook-færslu að hann geri sér grein fyrir mikilvægi fjölmiðla, þó hann „jagist stundum í blaðamönnum.“ Í færslunni rifjar hann upp kynni sín við Hjálmar Jónsson, fráfaranda framkvæmdarstjóra Blaðamannafélagsins, sem hann segir hreinan og beinann mann sem „brennur greinilega fyrir hagsmunum umbjóðaenda sinna“ eins og hann orðaði það. Segir hann það ekki koma sér á óvart að það hafi „kastast í kekki“ milli Hjálmars og núverandi stjórnar BÍ. Þá segist Brynjar halda að sú samtrygging og spilling sem stundum er sagt að lifi góðu lífí stjórnmálum, sé víða að finna.
Færsluna má lesa hér:
„Þótt ég jagist stundum í blaðamönnum og trufli þá í sínum sjáfhverfa heimi geri ég mér grein fyrir mikilvægi fjölmiðla. Á ég þá við frétta- og upplýsingamiðla en ekki pólitíska áróðurspésa, sem geta þó verið ágætir fyrir sinn hatt.