Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Noregi en Nútíminn greinir frá þessu.
Edda hefur verið í gæsluvarðhaldi þar í landi síðan í desember en var hún dæmd fyrir að ræna börnum sínum en hún hefur ekki haft forræði yfir þremur drengjum sínum sem hún flutti til Íslands. Mál Eddu hefur vakið athygli síðan fyrri part 2022 þegar hún kom fram í hlaðvarpsþætti Eddu Falak og sagði sína hlið en þá hafði hún komið sonum sínum til landsins án leyfis föður þeirra en hann fer með fullt forræði yfir þeim. Faðir þeirra hefur ekkert tjáð sig um málið í fjölmiðlum og hefur lögfræðingur hans hérlendis sagt að hann telji að það sé drengjunum fyrir bestu að málið sé ekki rekið í fjölmiðlum.
Þegar handtökuskipun var gefin á hendur Eddu hérlendis fór hún í felur með drengina þrjá og grunar lögreglan vini og vandamenn Eddu um að hafa hjálpað að koma henni undan. Þá leikur grunur um leka innan lögreglunar og hafi Edda því á vissum tímum náð að vera skrefi á undan lögreglunni þegar að henni var leitað. Edda var svo handtekin í desember og drengjunum komið heim til föður þeirra í Noregi.
Edda var jafnframt dæmd til að greiða jafnvirði um 1,5 milljónar íslenskra króna í misbætur og annan kostnað.