Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Reykjavíkurborg reisir styttu af Björk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Reykjavíkurborg samþykkti í dag á borgarráðsfundi að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar.

Björk er sjöundi einstaklingurinn sem hlýtur þennan heiður og í tilefni þess fær myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir það verkefni að gera styttu af söngkonunni.  Aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur eru séra Bjarni Jónsson, Kristján Sveinsson, Vigdís Finnbogadóttir, Erró, Yoko Ono, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir.

„Samþykkt var að í stað hefðbundinnar athafnar, eins og þegar heiðursborgarar eru útnefndir, yrði Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona fengin til að gera Bjarkar-styttu. Gabríela mun vinna verkið og gera áætlun um kostnað og tillögu að staðsetningu í samráði við Listasafn Reykjavíkur. Staðsetningin kemur til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Tíma- og fjárhagsáætlun verður lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir,“ segir meðal annars í tilkynningu borgarinnar um málið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -