Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Ísland hefur leik á EM í dag: „Án allra þessara gilda verður róðurinn oft þungur hjá liðinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Serbíu í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta klukkan 17:00 í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.

Miklar væntingar eru gerðar til liðsins eins og gengur og gerist með landsliðið og telja sérfræðingar að liðið eigi möguleika á að lenda í efstu þremur sætunum ef allt gengur upp en landsliðið náði ekki að sýna sitt rétt andlit á Heimsmeistaramótinu í fyrra þar sem liðið lenti í 12. sæti. Snorri Steinn Guðjónsson er nýr þjálfari liðsins en hann er sjálfur einn af leikjahæstu mönnum í sögu landsliðsins.

Mannlíf settist niður með handknattleiksþjálfaranum Davíð Má Kristinssyni til að forvitnast um styrk- og veikleika liðsins.

„Styrkleikar liðsins eru óumdeilanlega sóknarleikur liðsins. Liðið er með mikla og góða breidd. Í liðinu eru margir leikmenn sem geta opnað læstar dyr sóknarlega. Leikmenn með mikil gæði, slagkraft, leikskilning og útsjónarsemi. Liðið á að geta spilað hraðan og skemmtilegan bolta sem á að geta skemmt þjóðinni. Eins á styrkleiki íslenska landsliðsins í handbolta alltaf að vera með meiri samheldni, meiri baráttu, meira þjóðarstolt og ættjarðarást en andstæðingurinn. Auk þess að vera ófyrirleitnir og heiðarlegir í allri sinni nálgun. Án allra þessara gilda verður róðurinn oft þungur hjá liðinu.

Veikleikarnir eru hins vegar varnarleikurinn og markvarslan. Því miður gamalkunnugt stef það. Í þessum æfingaleikjum á móti Austurríki er liðið á köflum mjög gloppótt varnarlega og það verður því miður raunin á þessu móti held ég. Við ráðum til að mynda mjög oft illa við stóra og þunga línumenn og náum ekki að leysa það. Markvarslan á því miður að öllum líkindum eftir að verða mjög óstöðug.“

Leikmannahópur Íslands er þannig skipaður:

- Auglýsing -

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen
Aron Pálmarsson, FH
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia
Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg
Haukar Þrastarson, Barlinek Industria Kielce
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix Université Club Handball
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball
Stiven Tobar Valencia, Benfica
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig Handball
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -