Miðvikudagur 23. október, 2024
3 C
Reykjavik

Birti málflutning Suður Afríku gegn Ísrael: „Þau gildi liggja dáinn og grafin í rústum Gaza“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Suður Afríka kærði Ísrael fyrir þjóðarmorð á Gaza og flutti mál sitt fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag í gær. Kristinn Hrafnsson deildi samantekt írska lögmannsins sem sækir málið gegn Ísrael.

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson deildi myndbandi á Facebook þar sem írski lögmaðurinn Blinne Ní Ghrâlaigh, fara yfir viðbjóðinn sem enn er í gangi á Gaza. Við myndbandið skrifaði Kristinn færslu þar sem hann segist hafa átt erfitt með að hlusta á málflutning lögmannsins.

„„Á degi hverjum er annar fóturinn eða báðir skornir af meira en tíu palestínskum börnum, í mörgum tilfellum án deyfingar.“ Þó maður hafi fylgst með viðbjóðinum á Gaza býsna vel var erfitt að hlusta á málflutning Blinne Ní Ghrâlaigh, írska lögmannsins sem sækir þjóðarmorðsmálið gegn Ísrael. Hlustið. Horfið.“
Þannig hefst færsla Kristins og heldur áfram. „Þetta er hrikaleg samantekt, flutt af yfirvegun og í lagalegu samhengi. Þögn ríkisstjórna í okkar heimshluta er hrópandi. Þetta er réttarhald um margt meira en viðbjóðinn frá Ísraelsstjórn. Þarna verður felldur dómur um forystuhlutverk Vesturlanda í heiminum. Í raun er sá dómur þegar fallinn.“

Lokaorð Kristins eru sterk.

„Aldrei aftur geta vestræn ríki sveipað um sig innantóman orðskrúð um háleit gildi.
Þau gildi liggja dáinn og grafin í rústum Gaza.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -