Karlmaður um sextugt liggur nú á gjörgæslu eftir að hafa orðið fyrir hnífaárás á Kópaskeri um helgina.
Sjá einnig: Stunguárás á Kópaskeri: Sérsveitin kölluð út
Karlmaðurinn hefur sjálfur tvisvar hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. Árið 2007 hlaut hann þriggja ára dóm fyrir að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið á Húsavík. Árið 2010 hlaut hann þriggja ára dóm dóm fyrir að stinga mann í brjóstkassann með hnífi í íbúð á Akureyri.
Árásin nú um helgina átti sér stað aðfararnótt laugardags, en þrír einstaklingar voru handteknir á vettvangi vegna málsins. Karlmanni og konu var síðar sleppt úr haldi þar sem þau voru ekki talin tengjast árásinni. Karlmaðurinn sem grunaður er um árásina hefur hlotið á annan tug dóma fyrir margvísleg brot. Hann hvílir á gjörgæslu eftir að hann fannst rænulítill í fangageymslu lögreglunnar. Brotaþoli liggur einnig á gjörgæslu, mun hann hafa verið stunginn allt að sex sinnum. Hann er ekki talinn í lífshættu.