Lögregla var kölluð út í gærkvöldi vegna hávaða í fjölbýli sem hélt vöku fyrir nágrönnum. Þegar lögregla kom á vettvang sagði gestur á svæðinu frá því að maður hefði ráðist á húsráðanda með hnífi og ógnað honum. Maðurinn var enn á vettvangi og var hann handtekinn.
Síðar um kvöldið hafði lögregla afskipti af fimmtán ára unglingum sem voru að drekka landa í verslunarkjarna. Einn þeirra neitaði fyrst að gefa upp persónuupplýsingar en eftir að lögregla krafði drenginn um upplýsingarnar og ók honum niður á lögreglustöð gaf hann sig. Var honum síðan ekið til síns heima. Í Hafnarfirði var lögregla kölluð út vegna yfirstandandi innbrots. Þegar þjófurinn varð var við lögreglu tók hann á rás en eftir stutta stund hrasaði hann og datt í jörðina. Maðurinn streittist á móti við handtöku en var hann látinn gista í fangaklefa.