Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands er sleginn yfir atburðarásinni í Grindavík. Eldgos hófst rétt fyrir klukkan átta í morgun en síðan hefur opnast ný sprunga, nær bænum. Hraunið hefur þegar náð yfir Grindavíkurveginn en Þorvaldur sagði í samtali við mbl.is að hann sjái fyrir sér tvær sviðsmyndir.
„Önnur er sú að ef færslan er þá heldur virknin áfram í neðri sprunginni og svo lengi sem gosið er í gangi þá myndast hraun sem heldur áfram að flæða í átt að bænum. Hin sviðsmyndin, sem er verri, er að þetta sé viðbót við það sem er að gerast á efri sprungunni. Þar með eykst gosið,“ sagði Þorvaldur um framhaldið.