- Auglýsing -
Slökkvilið og lögregla voru kölluð út við Elliðaár í dag eftir að bíll hafnaði út í ánni. Atvikið átti sér stað neðan við neðstu brú við Ártúnsbrekku en ekki liggur fyrir hver tildrög slyssins voru að svo stöddu.
Enginn slasaðist en ökumaður var í bílnum ásamt farþega. Þá segir í frétt Vísis að vatnið hafi aðeins verið hnédjúpt þar sem bílinn fór ofan í og því gátu farþegar forðað sér út úr bílnum að sjálfsdáðum og komið sér upp á land.