Á föstudaginn var spurði Mannlíf lesendur um hversu mikla trú þeir hefðu á íslenska karlalandsliðinu í handbolta á Evrópumótinu. Svörin létu ekki standa á sér en rétt rúmlega helmingur telur að „strákarnir okkar“ lendi í 7. sæti eða neðar. Eftir tvo leiki hefur landsliðið gert eitt jafntefli og unnið einn leik.
Miklar vonir eru bundnar við landsliðið og hafa sérfræðingar sagt að við séum með eitt besta sóknarlið heimsins en frammistaða leikmanna hefur ekki þótt góð í fyrstu tveimur leikjunum og er ljóst að Snorri Steinn Guðjónsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands, þarf að finna lausnir á vandamálum liðsins.
Hægt er að sjá niðurstöðuna hér fyrir neðan.