Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Magnús telur búsetu í Grindavík óskynsamlega: „Ekki verj­andi við nú­ver­andi aðstæður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er ekki skynsamlegt að fólki búi í Grindavík á næstunni að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Veltir hann því fyrir sér hvort það gangi upp að hafa byggð á svæðinu.

„Lang­flest hús­in í Grinda­vík eru óskemmd, en hins veg­ar hafa orðið mikl­ar skemmd­ir á lögn­um og annað þannig að það er hvorki hægt að vera með heitt vatn eða kalt í lagi. Svo er bær­inn hættu­leg­ur vegna þess að þarna hafa mynd­ast sprung­ur þannig að þarna er ekki gott að fólk búi og ekki verj­andi við nú­ver­andi aðstæður,“ sagði Magnús við mbl.is um málið. Mögulegt verði að hægt verði að búa þar einn daginn ef hægt sé að tryggja öryggi íbúa með t.d. Varnargörðum en þeir verði þá að virka.

„Við sjá­um að það geta komið upp sprung­ur mjög ná­lægt bæn­um, þó það séu ekki mikl­ar lík­ur. Það sem kom upp núna er mjög lítið miðað við hina, en það breyt­ir ekki því að þetta eru bara ákveðnar hættu þannig að ef fólk fer þarna aft­ur þá þarf það að vera til­búið að rýma mjög hratt,“ sagði Magnús og telur að það eigi að verja Grindavík eins vel og mögulegt er.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -