Búist er við slæmu veðri víða á landinu í dag en gul viðvörun tekur gildi síðdegis og varir fram á morgun. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands má búast við norðan stormi og hríð. Vindhviður geta náð 35 m/s en hvassast verður undir Vatnajökli. Fólk hefur verið varað við því að ferðast meðan viðvörunin stendur yfir.
Á Austurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan fjögur í dag og varir hún til klukkan eitt í nótt. Vindhviður gætu náð 15-20 m/s en auk þess er spáð skafrenningi og mjög lélegu skyggni. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð allt að 10 m/s og sjö gráðu frosti.