Ólafur Gísli Thorarensen er látinn, 85 ára að aldri.
Ólafur eða Óli eins og hann var oftast kallaður, fæddist á Gjögri 3. júní 1938. Foreldrar Óla voru þau Agnes Guðríður Gísladóttir, húsfrú og Axel Thorarensen, sjómaður. Alls voru börn þeirra Agnesar og Axels níu talsins.
Óli var alla tíð sjómaður, fyrst á Gjögri og seinna á lífsleiðinni á Ísafirði en einnig vann hann við að beita. Þá átti hann það til að keppa í beitingu fyrir íþróttafélagið Leif Heppna frá Árneshreppi á Ströndum, á Landsmótum Ungmennafélaganna.
Óli var mikill karakter og sömuleiðis húmoristi af Guðs náð. Þá var hann í senn ljúfur og hrjúfur og verður sárt saknað af þeim sem þekktu hann.
Mannlíf sendir vinum og ættingju Óla samúðarkveðjur sínar.