Mánudagur 28. október, 2024
2.5 C
Reykjavik

Gagnrýnir HSÍ harkalega: „Er þetta fyrirtæki sem íslenskt íþróttafólk vill auglýsa?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrönn G. Guðmundsdóttir, starfsmaður hjá Rannsóknarstöðinni Rif, gagnrýnir harðlega að íslenska karlalandsliðið í handbolta, sem nú keppir á EM í Þýskalandi, skuli merkt fyrirtæki sem styðji árásir Ísraela á Gaza.

Hrönn G. Guðmundsdóttir skrifaði færslu í gær þar sem hún gagnrýnir Handknattleikssamband Íslands, fyrir að merkja treyjur landsliðsins með merki Rapyd, sem sér um færsluhirðingu. Fyrirtækið er ísraelskt en eigandinn styður árásir Ísraelshers á Gaza, sem kostað hafa yfir 24 þúsund manns lífið, þar af að minnsta kosti 9.600 börn. Bendir Hrönn á að tilkynnt hafi verið um samstarf HSÍ og Rapyd 2. nóvember síðastliðinn, þegar árásirnar höfðu staðið yfir í um fjórar vikur. „Rapyd er með starfsemi á landsvæði  sem tilheyrir Palestínu en er hernumið af Ísrael og eigandi fyrirtækisins er síonisti og styður hernám Ísraels! Er þetta fyrirtæki sem íslenskt íþróttafólk vill auglýsa? Hefur HSÍ virkilega geð í sér til að þiggja peninga frá fyrirtæki sem styður aðskilnaðarstefnu og kúgun palestínsku þjóðarinnar? Finnst HSÍ verjandi að skrifa undir samning um að þiggja blóðpeninga Ísraels á meðan verið er að murka lífið úr saklausum börnum?“

Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

„Landslið Íslands í handbolta karla tekur nú þátt í EM i Þýskalandi. Fremst á treyju liðsins stendur Rapyd með stórum stöfum. Fyrir þau sem ekki vita, þá er Rapyd ísraelskt fyrirtæki sem býður upp á færsluhirðingu. Skv vefsíðu Rapyd á Íslandi var tilkynnt um samstarf Rapyd og HSÍ – Handknattleikssamband Íslands 2. nóvember 2023, þegar árásir Ísraela á Gaza höfðu staðið yfir í um fjórar vikur. Rapyd er með starfsemi á landsvæði sem tilheyrir Palestínu en er hernumið af Ísrael og eigandi fyrirtækisins er síonisti og styður hernám Ísraels!

Er þetta fyrirtæki sem íslenskt íþróttafólk vill auglýsa? Hefur HSÍ virkilega geð í sér til að þiggja peninga frá fyrirtæki sem styður aðskilnaðarstefnu og kúgun palestínsku þjóðarinnar? Finnst HSÍ verjandi að skrifa undir samning um að þiggja blóðpeninga Ísraels á meðan verið er að murka lífið úr saklausum börnum? Þess má geta að það er ekki bara karlalandsliðið sem ber núna merki Rapyd, heldur einnig kvennalandsliðið og yngri landsliðin. Hvað með stuðningsmenn liðanna, vilja þeir kaupa treyju með auglýsingu frá ísraelsku fyrirtæki? ÞÖGN ER AFSTAÐA. #boycottisrael #freepalestine #bdsmovement

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -